Íblöndun - VLO

VLO – vetnismeðhöndluð lífræn olía

Frá 1. október 2014 höfum við blandað díselolíuna okkar með vetnismeðhöndlaðri lífrænni olíu, eða VLO.  Íblöndunin hefur jákvæð áhrif á díselolíuna sem er fyrir vikið, betri fyrir bílinn, budduna og umhverfið. VLO blandaða olíu má nota á allar venjulegar díselvélar án þess að þeim sé breytt á nokkurn hátt en hefur engin áhrif á lítraverð díselolíunnar.

Meiri kraftur og betri nýting
VLO hefur hærri cetan-tölu en flestar aðrar tegundir díselolíu sem skilar hreinni og skilvirkari bruna. Það hefur jákvæð áhrif á afl vélarinnar og lengir jafnvel líftíma hennar. Vélin verður liprari og hljóðlátari og þú kemst lengra á lítranum.

Betra kuldaþol
VLO íblöndun hentar einstaklega vel hér á landi því kuldaþol díselolíunnar eykst til muna. VLO blönduð díselolía heldur formi sínu í allt að -19° frosti og fer því langt fram úr opinberum viðmiðum. Þá geymist VLO einkar vel bæði í hita og kulda og er alveg laus við þau vandamál sem hafa fylgt öðrum tegundum lífdísilolíu, eins og bakteríumyndum, botnfall og þránun.

Umhverfisvænni díselolía
VLO er ein umhverfisvænasta lífdíselolían á markaðnum í dag en með notkun hennar dregur tilfinnanlega úr losun gróðurhúsalofttegunda og koltvísýringsmengun frá díselbifreiðum.

 

Í HNOTSKURN:

  • VLO = vetnismeðhöndluð lífræn olía
  • VLO virkar fullkomlega eins og önnur díselolía en mengar minna
  • Íblöndunin hefur engin áhrif á lítraverð, eykur ekki eldsneytiseyðslu en dregur úr koltvísýringsútblæstri og losun gróðurhúsalofttegunda.
  • Hægt er að nota VLO á allar venjulegar díselvélar án þess að breyta þeim eða endurstilla á nokkurn hátt.
  • Afar kuldaþolin – brennur betur - hreinni bruni – fer betur með vél ökutækis
  • Við framleiðsluna er notað endurnýjanlegt lífeldsneyti, svo sem ýmiskonar jurtaolía og dýrafita, og vetni notað til að fjarlægja súrefni úr sameindum brennslufitu olíunnar. 
  • Vetnismeðhöndlun lífrænnar olíu hefur skilað hreinni og umhverfisvænni vöru sem er laus við vandamál sem fylgt hafa annarri lífdíselolíu, eins og botnfall, þránun og bakteríumyndun.


Lituð olía

Við blöndum litaða olíu ekki með VLO.